Niðurstöður liggja fyrir

Meðlimir Allsherjarhúss réttvísinnar

Geggjað! Meðlimir Allsherjarhúss réttvísinnar næstu fimm árin eru:

Farzam Arbab, Kiser Barnes, Peter Khan, Hooper Dunbar, Firaydoun Javaheri, Paul Lample, Payman Mohajer, Shahriar Razavi, Gustavo Correa.

Þar af eru tveir nýjir:

Shahriar Razavi - hann er íslenskum bahá'íum að góðu kunnur enda þjónaði hann sem álfuráðgjafi og heimsótti okkur reglulega þar til hann var útnefndur til setu í Alþjóðlegu kennslumiðstöðinni. Yndislegur maður sem við Erin vorum svo lánsöm að fá að hitta í pílagrímsferðinni okkar.

Gustavo Correa er að mér skilst einn af stofnendum Ruhi stofnunarinnar í Kólumbíu og FUNDAEC, sem er þróunarstofnun í sama landi.

Spennó! W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mama G

Hva, engar konur!? Hvurslags er þetta?

Mama G, 1.5.2008 kl. 18:03

2 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

jamm, og þótt að skýlaust sé kveðið á um jafnrétti í bahá'í trúnni eru aðeins karlar í kjöri til Allsherjarhússins. Af hverju veit enginn nema Bahá'u'lláh. Sjá nánar hér: http://www.bahai.is/um_truna/um_truna.php?id=44

Róbert Badí Baldursson, 1.5.2008 kl. 21:12

3 Smámynd: Sigurður Árnason

Ég held að þetta sýni bara að það eru gallar í hverjum trúarbrögðum, en ekki það Bahalluah hefði fengið einhvern innblástur frá guði að það ætti ekki að vera konur í ráðinu. Því miður eru mörg trúarbrögðin föst í gamla tímanum. Það mundi mögulega ekkert skaða að hafa konu í þessu ráði, en karlarnir vilja greinilega ekki hafa konurnar í æðsta ráðinu.

Sigurður Árnason, 6.5.2008 kl. 06:09

4 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Tja, ef þú skoðar bahá'í trúna nánar munt þú sjá að hún er alls ekki föst í gamla tímanum. Þvert á móti er hún framsæknasta trú heims og eina raunverulega einingaraflið sem sameinað getur heiminn og þjóðir hans, sem er klárlega það sem heimurinn þarfnast mest af öllu í dag.

Róbert Badí Baldursson, 6.5.2008 kl. 08:51

5 Smámynd: Sigurður Árnason

Ég hef kynnt mér Bahaí trúna vel og ég veit að hún er framsækinn og stendur fyir einingu, en ég tel að það eru samt gallar í öllum trúarbrögðum og ég tel þetta vera galla í Bahaí trúnni sem mætti alveg breyta til þess að gefa öllum jafnan rétt til að láta í sér heyra og taka ákvarðanir fyrir samfélag ykkar. Það er  mikið lagt upp úr jafnrétti kynjanna í Bahaí, en að útiloka konur úr æðsta ráðinu er ekki jafnrétti og það ætti hver maður að sjá.

Sigurður Árnason, 6.5.2008 kl. 16:12

6 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Hmmm ... ef Guð er alvitur og opinberarar okkur mönnunum það sem okkur vantar og það sem við þurfum hverju sinni hvernig getur trúin verið gölluð? Hefur þér dottið í hug að þú kynnir að hafa rangt fyrir þér? Kannski eru ástæður fyrir þessu sem þér eru ekki kunnar?

Róbert Badí Baldursson, 6.5.2008 kl. 16:46

7 Smámynd: Sigurður Árnason

Hvað ef Guð opinberaði ekki þessum sem mönnum sem segjast vera spámenn ekki neinn boðskap og þeir fóru frekar eftir eigin sannfæringu, hefur þú hugsað út í það? Hvað ef ég tel að maður þurfi ekki trúarbrögð til þess að finna hinn æðsta sannleik og ég vilji finna mínar leiðir sjálfur til að nálgast guð, hver getur sagt mér að ég hafi rangt fyrir mér? Hefur þú hugsað út í það að Bahalluah hafi kannski verið sjálfur með galla eins og hver önnur mannvera og gæti haft rangt fyrir sér í þetta skipti og fleiri?

Eru þessar ástæður mér ekki kunnar eins og í Íslam þar sem er mælt með að berja konuna til hlýðni í seinasta tilviki, hvaða tilgangi á óréttlæti gagnvart konu þjóna, er ekki betra að veita þeima fullt jafnrétti, staðinn fyrir að viðhalda óréttlæti. Þetta er einfaldlega óréttlæti gagnvart kvenfólki eins og er í öllum trúarbrögðum, Það er stór galli á trúarbrögðunum í sambandi við kvenfólk og það verður ekki lagað nema við getum viðurkennt að spámenn trúarbragða höfðu rangt fyrir sér.

Sigurður Árnason, 6.5.2008 kl. 21:42

8 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Ef Guð stæði ekki að baki þessum opinberendum hefðu þeir fallið í gleymsku, orð þeirra ekki haft nein áhrif og trúarbrögðin sem svo mjög hafa markað spor í uppbyggingu siðmenninga hér á jörðu væru hjóm eitt sem við hefðum ekkert með að gera.

Það er einkum tvennt sem er til vitnis um sannleiksgildi opinberunnar birtenda Guðs. Annars vegar þjáningarnar sem þeir liðu sakir boðskapar síns og hinsvegar þau áhrif sem orð þeirra og gerðir hafa haft á fjölda kynslóða manna.

Ég hvet þig til að rannsaka nánar. Það er raunar það sem Bahá'u'lláh segir að hver og einn verði að gera, þ.e. leita sannleikans sjálfstætt, ekki einfaldlega hlýða trúarleiðtogum eða fylgja fjöldanum í blindni.

Róbert Badí Baldursson, 6.5.2008 kl. 23:30

9 identicon

Það gleymist kannski líka í umræðunni að það að sitja í ráði er þjónustuhlutverk en ekki valdahlutverk innan bahá'í trúarinnar og þó svo við litlar mannverur gerum okkur ekki grein fyrir mikilleik þess þarf það ekki að þýða að þessi úthlutun Guðs á þjónustuhlutverki sé eitthvað furðuleg.  Nema ef hugarfar viðkomandi sem finnst þetta skrítið sé fast í einmitt gömlum viðmiðum sem hafa nákvæmlega ekkert með þetta að gera.

Einar Ágúst (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:33

10 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Takk fyrir þennan punkt Einar

Róbert Badí Baldursson, 7.5.2008 kl. 10:50

11 Smámynd: Sigurður Árnason

Einar þetta er augljóslega skrítið að útiloka manneskjur úr æðsta ráðinu vegna kyns, en ekki að velja þann sem getur þjónað best í ráðinu sama hvort sá aðili er kona eða karl, þetta er svipað og að banna svertingjum að vera í æðsta ráðinu. Kyn á ekki að skipta máli, það eiga hæfileikar að gera.

Kveðja Sigurður 

Sigurður Árnason, 7.5.2008 kl. 13:42

12 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Annað sem gleymist líka í þessari umræðu er að jafnrétti er ekki það sama og einsleiki. Kynin eru mismunandi og hafa mismunandi hlutverk. Ég sá á einni færslu að þú tengdir yfir á wikipediagrein um jafnrétti kynjanna í Bahá'í trúnni. Ég held að hún skýri okkar sjónarmið nokkuð vel.

http://en.wikipedia.org/wiki/Bah%C3%A1%27%C3%AD_Faith_and_gender_equality

Róbert Badí Baldursson, 7.5.2008 kl. 15:07

13 Smámynd: Sigurður Árnason

Ég hef kynnt mér jafnrétti kynjanna í Bahaí og ég viðurkenni að þau leggja mikið upp úr því, og það er ástæðan fyrir að ég tengdi hana við færsluna, en ég tel að það er hægt að bæta réttindin enn meira. Ég tel það vera mistök að útiloka kvenfólk í æðsta ráðið því þær gætu komið með öðruvísi sjónarmið í ráðið og þjónað á annan hátt sem karlarnir gætu kannski ekki gert jafnvel. Mér finnst ekki að það eigi að útiloka neinn úr einhverskonar ráði vegna kyns eða kynþáttar, það er óréttlæti. Punktur.

Sigurður Árnason, 7.5.2008 kl. 18:02

14 Smámynd: Mama G

Vá, bara hiti í umræðum hérna!

Ég veit náttúrulega minna en ekki neitt um þetta ráð, en ég er sammála Badí um það að "jafnrétti er ekki það sama og einsleiki", amk. ekki á öllum sviðum.

Mama G, 8.5.2008 kl. 09:51

15 identicon

Eitt sem ég gleymi oft að spá í varðandi þessa pælingu og hef ég t.d. átt erfitt með þetta "karla-veldi" í Allsherjarhúsinu á byrjunarárum mínum sem bahá'íi.  Hvernig t.d Bahá'u'lláh vill ekki útskýra þetta með að aðeins karlar sitji á Ráðinu en hvetur mig jafnframt til sjálfstæðar leitar að sannleikanum.  Hvernig get ég fundið sannleikann á bakvið þetta ef hann er óljós?!?!.  Svo fór ég að reikna,,, eins og segir í auglýsingunni.  Mín viðmið, sem hingað til hafa ekki komið mér á neina sérstaka staði í lífinu og tilverunni, eru kannski ekki að sjá heildarmyndina.  Og mín tilfinning varð þessi:  Það hefur auðvitað ekkert með jafnrétti kynjanna að gera þótt aðeins karlar sitji þarna.  Mínar einsleitu skoðanir voru þær einu sem sáu þetta þannig.  Ef ég vill hugsa um jafnrétti út frá úr sér gengnu sjónarhorni mannana þá kemst ég sjálfsat að þeirri niðurstöðu að þarna hafi Gussi blessaður gert einhverja skyssu en hugsi ég um þetta í stóra samhenginu mannkyninu til handa og framþróunnar lítur dæmið öðruvísi út.  Fyrir mér a.m.k. 

Einar Ágúst (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 10:35

16 Smámynd: Sigurður Árnason

Ef við ætlum að ræða um að jafnrétti sé ekki sama og einsleiki þá er það öfugt, er það ekki einhæft að hafa bara karlmenn í æðsta ráðinu? Mundi það ekki auka á fjölbreytnina að hafa kvenfólk í Æðsta ráðinu og fá þeirra sjónarmið og þjónustu?

Sigurður Árnason, 8.5.2008 kl. 15:15

17 Smámynd: Sigurður Árnason

Einar Ágúst þú átt ekki að taka við þessu sem einhverju réttu og sem mannkyninu til framþróunar vegna þess að Bahalluah sagði það, þú átt að leita sjálfur að því rétta. Þetta er eins og Bahalluah mundi segja að konur mætti ekki tala fyrir utan heimili sitt því það væri mannkyninu til framþróunar, myndiru taka því sem sannleika?

Sigurður Árnason, 8.5.2008 kl. 15:21

18 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Sigurður, þú hefur komið sjónarmiðum þínum skilmerkilega til skila. Þótt þú kvartir og kveinir yfir þessu atriði þá fáum við því ekki breytt, enda er um skýrt ákvæði frá Bahá'u'lláh að ræða og Allsherjarhúsið eða aðrar stofnir hafa ekki heimild til að breyta því.

Ef þú hefur einhverjar frekari athugasemdir um þetta mál legg ég til að þú vekir máls á því og gerir grein fyrir skoðunum þínum á þínu eigin bloggi. 

Róbert Badí Baldursson, 8.5.2008 kl. 15:28

19 Smámynd: Sigurður Árnason

Hvað er komin einhver pirringur í kallinn, þetta er bara augljós karlaveldisregla og það fer greinilega í þig að ég hef sýnt fram fáranleikann í þessu og það sorglega við það er að fólk tekur því sem heilögu því einhver kall sagði þetta árið 1880, sem kom úr karlaveldinu Íran. Þetta er stór galli Í Bahaí Trúnni og hún missir stóran trúverðugleika út af þessu mikilvæga atriði. Það er löngu kominn tími til að breyta þessu og það verður því miður aldrei gert út af fólki eins og þér sem tekur þessu heilögu.

Sigurður Árnason, 9.5.2008 kl. 00:31

20 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Eða þetta er hárbeittur prófsteinn á trú manna sem verndar trúna gegn fólki sem ekki er einlægt í trú sinni og lítur á bahá'í trúna sem hver önnur félagasamtök sem það getur ráðskast með að eigin geðþótta. Pirrar það þig að þú skulir ekki geta haft áhrif á okkur?

Róbert Badí Baldursson, 9.5.2008 kl. 09:20

21 Smámynd: Mama G

Strákar mínir, þið veltið fyrir ykkur stóru myndinni, af hverju bara karlar eru í þessu ráði. Ég skal nú segja ykkur hver stóra myndin er: karlar stjórna heiminum en konur stjórna körlum - fullkomið jafnvægi

Nei, smá djók. Góða helgi.

Mama G, 9.5.2008 kl. 11:05

22 identicon

Mama G... þú ert held ég komin með þetta   Algjörlega frábær útskýring og svei mér þá að ef við himnahliðin okkur verði ekki bara gefið þetta svar.

Einar Ágúst (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:15

23 Smámynd: Sigurður Árnason

Eða þetta er hárbeittur prófsteinn á trú manna sem verndar trúna gegn fólki sem ekki er einlægt í trú sinni og lítur á bahá'í trúna sem hver önnur félagasamtök sem það getur ráðskast með að eigin geðþótta. Pirrar það þig að þú skulir ekki geta haft áhrif á okkur?

Það pirrar mig ekki, því ég veit að ég get ekki haft áhrif á ykkur. En ég veit að fólk veit það sjálft innra með sér að þetta er ekki rétt og það er nóg fyrir mig. Þú blekkir ekki sjálfan þig. En mér finnst alltaf gott að koma með mína skoðun á málunum:)

Góða helgi

Kveðja Sigurður 

Sigurður Árnason, 9.5.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband