Nú bíður maður spenntur

Fulltrúi greiðir atkvæðiUm þessar mundir stendur yfir Heimsþing bahá'ía í Haifa. Meðlimir Andlegra þjóðarráða bahá'ía eru þar saman komnir til að kjósa æðstu stjórnstofnun bahá'í heimsins, Allsherjarhús réttvísinnar.

Fimm félagar mínir sem sitja í íslenska þjóðarráðinu eru þar nú og er maður með þeim í huga og hjarta. Ég kemst því miður ekki að þessu sinni, enda nýbúinn að vera þar í pílagrímsferð.

Á fréttavef Alþjóðega bahá'í samfélagsins má sjá skilmerkilegar fréttir og lýsingar á samkomunni og góðar myndir frá kosningu Allsherjarhússins og helgistund í tilefni af níunda degi ridvánhátíðarinnar sem haldin var hátíðleg í gær. 

Svo bíður maður spenntur að vita hverjir voru kosnir meðlimir Allsherjarhússins að þessu sinni, en það verða a.m.k. tvær breytingar þar sem tveir af þeim hafa beðist lausnar sökum aldurs. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband