Dagbók pílagrímsferðar

Inngangur

Hér á eftir fer dagbók pílagrímsferðar minnar og eiginkonu minnar, Erin Mae Kinghorn, til Bahá’í helgistaðanna í Haifa og ‘Akká, Ísrael í mars árið 2008. Ég birti hana hér á blogginu mínu ásamt myndum fólki til fróðleiks og upplyftingar nú um ári síðar. Ég mun birta hvern dag í sérstakri færslu sem birt verður með a.m.k. eins dags millibili. Njótið. Wink

Lagt af stað - 14. mars 2008, föstudagur

Við á hótelinuÍ dag var lagt af stað í ferðina. Við vöknuðum eldsnemma, kl. 03:00 og byrjuðum að fara í sturtu og höfðum okkur til. Við pökkuðum síðasta dótinu og kl. 04:15 kom leigubíllinn sem við pöntuðum í gær sem skutlaði okkur á BSÍ. Þaðan tókum við svo flugrútuna til Keflavíkur.

Við trúum varla að stundin sé loksins runnin upp. Við sóttum um þessa pílagrímsferð stuttu eftir að við giftum okkur, fyrir næstum því 6 árum síðan! Við vorum því nokkuð spennt og gengum á adrenalíni sem hélt okkur vakandi þar til við komum til Lundúna þrátt fyrir aðeins tæpan fjögurra tíma svefn.

Okkur leið líka mun betur með að skilja Darian litla eftir hjá Evu eftir að hún hringdi í okkur og sagði að hann hefði hætt að gráta strax eftir að við fórum. Við erum ekki frá því að hann hafi vitað að mamma og pabbi væru að fara eitthvert lengra í burtu yfir lengri tíma. Hann er ekki orðinn tveggja ára og ekki byrjaður að tala fyrir alvöru en við höfum alltaf sagt við hann reglulega að brátt myndum við fara í marga daga en hann yrði hjá Evu frænku á meðan.

Undanfarna daga hefur hann verið óvenju háður okkur og í gær t.d. mátti ég ekki hverfa í smá stund í Hagkaupum, t.d. á bak við vörurekka, þegar við vorum að versla án þess að hann byrjaði að kveina. Samt var Erin að ýta innkaupakerrunni sem hann sat í.

Við áttum góða kvöldstund með Evu og Anítu. Brutum föstuna með þeim klukkan sex. Brutum svo páskaegg og röbbuðum saman í góðu yfirlæti. Darian varð strax óöruggur þegar við komum til Evu, enda höfum við áður látið hann gista hjá henni til að þjálfa hann fyrir pílagrímsferðina okkar. Hann er því farinn að setja samasemmerki milli Evu og að mamma og pabbi hverfa.

Picture 005 prHann róaðist fljótt þegar hann sá að við vorum ekki að fara strax og borðaðið vel og lék sér eftir matinn enda orðinn kunnugur heimili Evu. Lokst fórum við með bænir og bjuggumst til brottfarar. Þá fattaði Darian hvað stóð til og byrjaði að gráta kröftuglega. Við föðmuðum hann og kysstum að skilnaði og drifum okkur út. Erin þolir ekki að hlusta á hann gráta svona og brast í grát í bílnum. En Eva sagði okkur í símanum seinna um kvöldið að hann hefði róast strax og við vorum farin og þekkt rútínuna sína undir eins. Vildi láta bursta í sér tennurnar og fara að sofa. Sú fregn róaði okkur. Þetta er í fyrsta skipti sem við erum í burtu frá honum í svona langan tíma.

Flugið með Iceland Express gekk mjög vel. Föðurbróðir Erinar, Richard, og kona hans, Diane, voru svo elskuleg að sækja okkur á Stanstead og keyra okkur á hótelið við Heathrow. Það var reglulega gaman að hitta þau og ættarsvipurinn hjá Richard leyndi sér ekki!

Dvölin hér á hótelinu er svosem ekki frásögur færandi . Við þurfum að vakna aftur eldsnemma á morgun, kl. 04:15 og taka leigubíl á Termnal 4 á Heathrowvelli. Ég vona að allt gangi vel í tollskoðuninni. Öryggisviðbúnaðurinn verður væntanlega extra mikill fyrir flug til Ísrael.

En núna ... SOFA!!! Við erum bæði örþreytt!

Sleeping


Tónleikarnir síðasta fimmtudagskvöld

Olga KernÉg og Erin fórum á sinfóníutónleika síðasta fimmtudagskvöld eins og ég nefndi í síðustu færslu í stað þess að sitja heima og horfa á seinni undankeppni Eurovision. Ég keypti miðana í apríl minnir mig þegar ég var að skoða úrvalið á vef sinfóníunnar og tók eftir því að annar píanókonsert Rachmaninoffs væri fyrirhugaður með píanóleikaranum Olgu Kern.

Rachmaninoff skipar sérstakan sess í mínu hjarta, en ég kynnist verkum hans þegar ég fékk einhvern disk lánaðann með ýmsum klassískum meistaraverkum þegar ég var unglingur á Króknum. Forvitni mín vaknaði og ég fékk lánaða plötu með verkum hans, að mig minnir frá píanókennaranum mínum, Rögnvaldi Valbergssyni. Ég varð hreinlega ástfanginn af konsertum og sinfóníum Rachmaninoffs og keypti löngu síðar diskinn The Best of Rachmaninoff sem ég rippaði yfir í iTunes og hlusta reglulega á í vinnunni. Á honum er einmitt 2. píanókonsertinn í fullri lengd með píanóleikaranum Rafael Orozco.

Eftirvæntingin var mikil hjá mér að fá að sjá konsertinn fluttann live í fyrsta skipti á ævinni. Eftir að hafa hlýtt á sinfóníu eftir Brahms kom að konsertinum og inn steig nettur kvenmaður í dýrindis rauðum kjól. Það var eitthvað sem ég átti ekki von á. Einhvern veginn var það fullkomlega á skjön við væntingar mínar að sjá fíngerða konu í kjól spila karlmannlegt verk eins og þetta. Píanókonsertar Rachmaninoffs eru jú sérlega erfiðir þar sem spilað er í áttundum og tíundum sem útheimtir talsvert vítt grip og Rachmaninoff sjálfur var með stórar og sterkbyggðar hendur.

Ég var allur eyru og augu og fylgdist með öllu eins og haukur. Því miður sátum við hægra megin í salnum og því sá ég ekki á hljómborðið sem sneri frá okkur. Við sáum því bara handleggi Olgu hreyfast af miklum móð. Ég hefði gjarnan vilja hafa séð fingurna líka. En hvað um það.

Rachmaninoff við píanóið (tekið af wikipedia)Túlkunin var allt öðruvísi en ég átti að venjast. Hún fór talsvert hægar í sumum köflum en ég á að venjast og mér fannst píanóið drukna stundum í hljómnum frá hljómsveitinni, sérstaklega í byrjun. Kannski er það bara Háskólabíó, ég veit það ekki. Ég naut þess að hlusta á tónlistina en samt var ég ekki neitt yfir mig hrifinn. Og ég velti mikið fyrir mér hvað það væri. Hljómburðurinn í salnum? Kona að spila? Ekki  það að ég hafi neitt á móti konum en þær hafa jú almennt minni hendur en karlar sem kann að valda vandkvæðum í verkum Rachmaninoffs. Eða var túlkunin einfaldlega ekki að mínum smekk?

Að flutningnum loknum tók við rífandi lófatak áhorfenda sem sumir risu úr sætum og var hún klöppuð til baka uns hún flutti stutt aukalag. Og það jók á undrun mína. Af hverju var ég ekki svona impóneraður? Þetta truflaði mig nokkuð það kvöld.

Næsta dag fór ég að grennslast fyrir um þennan disk minn. Á netinu fann út að þessi Rafael Orozco var víst alveg brilljant píanóleikari. Einn sá fremsti á Spáni. Er ég kannski bara orðinn svona góðu vanur?

Ég væri forvitinn að vita hvað öðrum finnst sem ekki hafa hlustað mikið á þetta tónverk. Veit einhver hvernig gagnrýni tónleikarnir fengu?

Hér má hlýða á tónleikana næstu þrjár vikurnar:

Sinfóníutónleikar - Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói 14. maí 2009


Eurovision

EurovisionÞað var heldur betur spennandi að horfa á Eurovision í gærkvöldi. Jóhanna var klárlega með betri lögum í keppninni í gærkvöldi og ég var farinn að óttast verulega að úrslitin yrðu svo fáránleg að fullt af krappí lögum kæmust áfram en ekki íslenska lagið. Svo varð sem betur fer okkur og voru rekin upp gleðióp á mínu heimili þegar okkar lag komst áfram, síðasta lagið sem var lagið sem var lesið upp!

Jæja, en hvað um það. Ég næ ekki að horfa á undakeppnina annað kvöld þar sem við hjónin erum aldrei þessu vant að fara á sinfóníutónleika. Ég er því byrjaður að skoða lögin sem keppa þá. Það sem kemur mér verulega á óvart er hve mikið er af reglulega góðum lögum og finnst mér norska lagið bera af (á þó enn eftir að heyra helminginn af lögunum sem keppa annað kvöld). 

Hvað finnst ykkur?

 

http://www.ruv.is/heim/vefir/sjonvarpid/eurovision09/keppnin/thatttakendur/

 


Krafinn um að gera grein fyrir eigin glæpum

Alþjóðlega bahá'í samfélagið, ásamt tveimur öðrum mannréttindasamtökum, hefur gefið út sameiginlega fréttatilkynningu þar skorað er á Mahmoud Ahmedinejad að bregðast við alvarlegri mismunun og mannréttindabrotum gegn eigin þegnum í heimalandi sínu er hann flytur ræðu sína á Durban II ráðstefnunni. Það ætti að vera hans fyrsta verk er hann kemur til síns heima að lokinni ráðstefnunni.

Í fréttatilkynningunni er bent á alvarleg mannréttindabrot gegn þjóðernisminnihlutahópum á borð við Kúrda og Araba, konur og trúarminnihluta á borð við Bahá'í samfélagið. Einnig er sérstaklega bent á sérlega rætinn hatursáróður í ríkisreknum fjölmiðlum gagnvart bahá'íum.

Lesa má fréttatilkynninguna hér (PDF).

Frétt Alþjóðlega bahá'í samfélagsins.


mbl.is Ahmadinejad: Glæpir í skjóli öryggisráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimili brennd af svipuðum ástæðum

Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu máli en þegar menn snúa frá islam til annarrar trúar er litið svo á að viðkomandi hafi gerst sekur um fráfall frá trúnni en lög islam varðandi fráfall (enska: apostasy) kveða á um dauðarefsingu.

Þetta er einnig vandamál fyrir bahá'ía í Egyptalandi en það að þeir tilheyri bahá'í trúnni, trú sem kemur fram eftir daga Múhameðs spámanns túlka sumir að feli í sér fráfall frá islam sem kalli á tilheyrandi refsingu. Nú nýverið eftir sigurinn í skilríkjamálinu sem ég hef áður skrifað um kom til óeirða í einu þorpi í Egyptalandi þar sem kveikt var í nokkrum heimilum í eigu bahá'ía og urðu íbúar heimilanna að flýja. Nánar má lesa um það hér:

Graphic Details on the Burning of Baha'i Homes in Egypt

Hér má svo sjá myndskeið sem Bilo birtir frá íkveikjunum.

(Ég var fyrst reyndar að frétta af þessu í dag þar sem ég ákvað að kíkja á bloggið hans Bilo's þegar ég las þessa mbl frétt, annars hefði ég auðvitað bloggað um málið fyrir löngu)


mbl.is Kristinn sigur í Egyptalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegar myndir frá Afganistan

Ég var að vafra um á facebook og rakst á nokkrar myndir frá Sam Karvonen sem ég hef áður bloggað um (sjá hér).

Allir geta skoðað þessar myndir sem tengjast hópnum "The Afghanistan Society" á facebook. Hér eru sýnishorn:

 2659_69266749432_756259432_1339393_4299051_n

Þessi er alveg ótrúleg:

Þvílíkt landslag

Og þessi gæti verið frá Íslandi:

Gæti verið íslenskt landslag

 

Hér getið þið svo farið inn og skoðað "The Afghanistan Society" hópinn. Myndirnar er að finna undir photos. Allir sem hafa gaman af fallegum ljósmyndum ættu ekki að láta þær fram hjá sér fara.


Gleðilegt nýtt ár!

„Bíddu? Er ekki svolítið seint að óska okkur þess?" hugsa án efa einhverjir. En ekki fyrir mig. Í kvöld, 20. mars kl. 18:00 hefst bahá'í nýárið, Naw-Rúz. Bahá'íar um allan heim halda þennan dag hátíðlegan en hann markar jafnframt lok 19 daga föstumánaðarins 'alá (upphafning). Bahá'íar á höfuðborgarsvæðinu munu koma saman á morgun, 21. mars kl. 14:00 í Haukahúsinu í Hafnarfirði og vera með helgistund og samveru.

Það vill svo til að á þessu Herrans ári 166 sem nú hefst verða liðin 100 ár frá því að jarðneskar leyfar Bábsins, annars tveggja opinberenda bahá'í trúarinnar, voru lagðar til hvílu í viðeigandi grafhýsi á Karmelfjalli í Haifa, Ísrael eftir að hafa verið fluttar með leynd alla leið frá Íran. Það var Abdu'l-Bahá, sem þá stýrði málefnum bahá'í samfélagsins á þeim tíma, sem kom þeim þar fyrir eftir að hafa byggt þar byggingu til að hýsa þær.

Það má lesa nánar um þá athöfn í bókinni God Passes By eftir Shoghi Effendi. Ég var djúpt snortinn þegar ég las þessa lýsingu á sínum tíma. Ég birti hana því hér fyrir þá sem nenna og hafa tök á að lesa svo langan útdrátt:

 

CHAPTER XVIII

Entombment of the Báb's Remains on Mt. Carmel

'Abdu'l-Bahá's unexpected and dramatic release from His forty-year confinement ... enabled Him to achieve one of the most signal acts of His ministry: the removal of the Báb's remains from their place of concealment in Tihran to Mt. Carmel. He Himself testified, on more than one occasion, that the safe transfer of these remains, the construction of a befitting mausoleum to receive them, and their final interment with His own hands in their permanent resting-place constituted one of the three principal objectives which, ever since the inception of His mission, He had conceived it His paramount duty to achieve. This act indeed deserves to rank as one of the outstanding events in the first Bahá'í century.

As observed in a previous chapter the mangled bodies of the Bab and His fellow-martyr, Mirza Muhammad-'Ali, were removed, in the middle of the second night following their execution, through the pious intervention of Haji Sulayman Khan, from the edge of the moat where they had been cast to a silk factory owned by one of the believers of Milán, and were laid the next day in a wooden casket, and thence carried to a place of safety. Subsequently, according to Bahá'u'lláh's instructions, they were transported to Tihran and placed in the shrine of Imam-Zadih Hasan. They were later removed to the residence of Haji Sulayman Khan himself in the Sar-Chashmih quarter of the city, and from his house were taken to the shrine of Imam-Zadih Ma'sum, where they remained concealed until the year 1284 A.H. (1867-1868), when a Tablet, revealed by Bahá'u'lláh in Adrianople, directed Mulla Ali-Akbar-i-Shahmirzadi and Jamal-i-Burujirdi to transfer them without delay to some other spot, an instruction which, in view of the subsequent reconstruction of that shrine, proved to have been providential.

Unable to find a suitable place in the suburb of Shah Abdu'l-'Azim, Mulla Ali-Akbar and his companion continued their search until, on the road leading to Chashmih-'Ali, they came upon the abandoned and dilapidated Masjid-i-Masha'u'llah, where they deposited, within one of its walls, after dark, their precious burden, having first re-wrapt the remains in a silken shroud brought by them for that purpose. Finding the next day to their consternation that the hiding-place had been discovered, they clandestinely carried the casket through the gate of the capital direct to the house of Mirza Hasan-i-Vazir, a believer and son-in-law of Haji Mirza Siyyid Aliy-i-Tafrishi, the Majdu'l-Ashraf, where it remained for no less than fourteen months. The long-guarded secret of its whereabouts becoming known to the believers, they began to visit the house in such numbers that a communication had to be addressed by Mulla Ali-Akbar to Bahá'u'lláh, begging for guidance in the matter. Haji Shah Muhammad-i-Manshadi, surnamed Aminu'l-Bayan, was accordingly commissioned to receive the Trust from him, and bidden to exercise the utmost secrecy as to its disposal.

Assisted by another believer, Haji Shah Muhammad buried the casket beneath the floor of the inner sanctuary of the shrine of Imam-Zadih Zayd, where it lay undetected until Mirza Asadu'llah-i-Isfahani was informed of its exact location through a chart forwarded to him by Bahá'u'lláh. Instructed by Bahá'u'lláh to conceal it elsewhere, he first removed the remains to his own house in Tihran, after which they were deposited in several other localities such as the house of Husayn-'Aliy-i-Isfahani and that of Muhammad-Karim-i-'Attar, where they remained hidden until the year 1316 (1899) A.H., when, in pursuance of directions issued by 'Abdu'l-Bahá, this same Mirza Asadu'llah, together with a number of other believers, transported them by way of Isfahan, Kirmanshah, Baghdad and Damascus, to Beirut and thence by sea to 'Akká, arriving at their destination on the 19th of the month of Ramadan 1316 A.H. (January 31, 1899), fifty lunar years after the Báb's execution in Tabriz.

In the same year that this precious Trust reached the shores of the Holy Land and was delivered into the hands of 'Abdu'l-Bahá, He, accompanied by Dr. Ibrahim Khayru'llah, whom He had already honored with the titles of "Baha's Peter," "The Second Columbus" and "Conqueror of America," drove to the recently purchased site which had been blessed and selected by Bahá'u'lláh on Mt. Carmel, and there laid, with His own hands, the foundation-stone of the edifice, the construction of which He, a few months later, was to commence. About that same time, the marble sarcophagus, designed to receive the body of the Bab, an offering of love from the Bahá'ís of Rangoon, had, at 'Abdu'l-Bahá's suggestion, been completed and shipped to Haifa.

No need to dwell on the manifold problems and preoccupations which, for almost a decade, continued to beset 'Abdu'l-Bahá until the victorious hour when He was able to bring to a final consummation the historic task entrusted to Him by His Father. The risks and perils with which Bahá'u'lláh and later His Son had been confronted in their efforts to insure, during half a century, the protection of those remains were but a prelude to the grave dangers which, at a later period, the Center of the Covenant Himself had to face in the course of the construction of the edifice designed to receive them, and indeed until the hour of His final release from His incarceration.

The long-drawn out negotiations with the shrewd and calculating owner of the building-site of the holy Edifice, who, under the influence of the Covenant-breakers, refused for a long time to sell; the exorbitant price at first demanded for the opening of a road leading to that site and indispensable to the work of construction; the interminable objections raised by officials, high and low, whose easily aroused suspicions had to be allayed by repeated explanations and assurances given by 'Abdu'l-Bahá Himself; the dangerous situation created by the monstrous accusations brought by Mirza Muhammad-'Ali and his associates regarding the character and purpose of that building; the delays and complications caused by 'Abdu'l-Bahá's prolonged and enforced absence from Haifa, and His consequent inability to supervise in person the vast undertaking He had initiated -- all these were among the principal obstacles which He, at so critical a period in His ministry, had to face and surmount ere He could execute in its entirety the Plan, the outline of which Bahá'u'lláh had communicated to Him on the occasion of one of His visits to Mt. Carmel.

"Every stone of that building, every stone of the road leading to it," He, many a time was heard to remark, "I have with infinite tears and at tremendous cost, raised and placed in position." "One night," He, according to an eye-witness, once observed, "I was so hemmed in by My anxieties that I had no other recourse than to recite and repeat over and over again a prayer of the Bab which I had in My possession, the recital of which greatly calmed Me. The next morning the owner of the plot himself came to Me, apologized and begged Me to purchase his property."

Finally, in the very year His royal adversary lost his throne, and at the time of the opening of the first American Bahá'í Convention, convened in Chicago for the purpose of creating a permanent national organization for the construction of the Mashriqu'l-Adhkar, 'Abdu'l-Bahá brought His undertaking to a successful conclusion, in spite of the incessant machinations of enemies both within and without. On the 28th of the month of Safar 1327 A.H., the day of the first Naw-Ruz (1909), which He celebrated after His release from His confinement, 'Abdu'l-Bahá had the marble sarcophagus transported with great labor to the vault prepared for it, and in the evening, by the light of a single lamp, He laid within it, with His own hands -- in the presence of believers from the East and from the West and in circumstances at once solemn and moving -- the wooden casket containing the sacred remains of the Bab and His companion.

When all was finished, and the earthly remains of the Martyr-Prophet of Shiraz were, at long last, safely deposited for their everlasting rest in the bosom of God's holy mountain, 'Abdu'l-Bahá, Who had cast aside His turban, removed His shoes and thrown off His cloak, bent low over the still open sarcophagus, His silver hair waving about His head and His face transfigured and luminous, rested His forehead on the border of the wooden casket, and, sobbing aloud, wept with such a weeping that all those who were present wept with Him. That night He could not sleep, so overwhelmed was He with emotion.

"The most joyful tidings is this," He wrote later in a Tablet announcing to His followers the news of this glorious victory, "that the holy, the luminous body of the Bab ... after having for sixty years been transferred from place to place, by reason of the ascendancy of the enemy, and from fear of the malevolent, and having known neither rest nor tranquillity has, through the mercy of the Abha Beauty, been ceremoniously deposited, on the day of Naw-Ruz, within the sacred casket, in the exalted Shrine on Mt. Carmel... By a strange coincidence, on that same day of Naw-Ruz, a cablegram was received from Chicago, announcing that the believers in each of the American centers had elected a delegate and sent to that city ... and definitely decided on the site and construction of the Mashriqu'l-Adhkar."

...

            (Shoghi Effendi, God Passes By, p. 277-278)


Föstudagur og síðasti föstudagur í föstu - föstusaga 3 og 4

Ég bara stóðst ekki mátið með þennan titil! Grin

Jamm, það er föstudagur og síðasti dagur föstumánaðarins 'alá (upphafning). Eins gott að koma út síðustu skondnu föstusögunum sem ég lofaði.

Hin fyrri verður að teljast til þess sem kallast „urban myth". Ég sel hana ekki dýrara en ég keypti hana en hún hljómar svo:

Maður nokkur út í hinum stóra heimi gerist bahá'íi og lærir um bahá'í föstuna. Hann vill að sjálfsögðu fylgja boðorðum sinnar nýju trúar og lærir um þessa föstu: Að fastað sé á mat og drykk í nítján daga ...

Nú er föstumánuðurinn gengur í garð byrjar hann að fasta. Fyrsti dagurinn gengur ágætlega. Hann er nokkuð þyrstur í lok dags og fer að sofa. Daginn eftir er hann auðvitað ákaflega hungraður og þyrstur og rétt lifir daginn af. Í lok dags er hann nær aðframkominn. Finnst þessi fasta hin mesta pína og ákveður að heimsækja mann þann sem kenndi honum um trúna.

Þegar hann kemur til hans bregður honum nokkuð er hann sér að þarna situr maðurinn, sem hann leit nokkuð upp til, ásamt fjölskyldu sinni og etur þar dágóða máltíð. Hann spyr hvernig standi á því að hér sitji þessi fjölskylda og eti og drekki á föstunni. Húsbóndinn verður nokkuð hissa og segir honum jú að sólin hafi nú sest og því brjóti þau nú föstuna og verður auðvitað forviða að átta sig á því að þessi nýji átrúandi hafi virkilega haldið að hann ætti að fasta í heila nítján sólahringa samfleytt!

-----------------------------------------------------------------------

Hin sagan er nú bara af sjálfum mér þegar ég bjó á Bugðulæknum, áður en ég kvæntist. Þetta var lítill bílskúr sem ég leigði sem hafði verið gerður að stúdíóíbúð, með örlitlu svefnherbergi sem rétt rúmaði rúm og lítinn fataskáp.

Davíð, vinur minn minn, Gunnarsson, sem nú býr í Noregi hafði verið að rabba við mig um föstuna. Honum fannst hún svolítið skrýtin og kannski líklega svolítið meinlætaleg en ég bauð honum endilega að prófa að fasta með mér ef hann hefði áhyggjur af mér. Þetta væri nú ekki svo slæmt eins og sumir héldu.

Nú það var morgun einn í föstunni að ég svaf á mínu græna eyra. Klukkan var rétt nýorðin fimm og ég hafði stillt klukkuna á að hringja um 10 mínútum yfir. Allt í einu heyri ég eitthvað slást í gluggann með reglulegu millibili. Ég held í svefndrunganum að þetta sé laust band í þvottasnúrunni úti sem sláist í svefnherbergisgluggann í vindinum. Það er greinilega vindasamt hygg ég, því slátturinn heldur áfram: tikk tikk, tikk, tikk, tikktikktikk....

Ég fer á fætur á undan vekjaraklukkunni. „Óþolandi veður!" hugsa ég. Þegar ég stend í svefnherbergisdyrunum og lít yfir stofuna og eldhúsið verður mér litið að glugganum. Þar sé ég móta fyrir skugganum af manni SEM STENDUR ALVEG VIÐ GLUGGANN OG HORFIR INN!!!! Hárin rísa á höfði mér! Mér dauðbregður!

Þegar ég horfi betur fatta ég hvaða maður þetta er. Haldið þið ekki að Davíð standi þarna og banki létt í gluggann minn með nöglinni? Hann hafði ákveðið að koma í heimsókn til mín og fá sér morgunmat með mér! Ég hafði boðið honum að kíkja til mín ef hann vildi en var auðvitað löngu búinn að gleyma því. Nú hafði hann verið að vinna eða skemmta sér niðrí bæ (man ekki hvort) og var því vakandi á þessum tíma og ákvað því að kíkja til mín. Við áttum því ágætis spjall og morgunsnæðing eftir að ég hafði náð mér af versta sjokkinu ...


Góðar fréttir frá Egyptalandi!

Loksins er eitthvað gott að frétta af skilríkjamálinu í Egyptalandi. Eins og ég hef áður fjallað um hafa bahá'íar í Egyptalandi staðið í málaferlum vegna þess að þeir hafa ekki mátt skrá rétt trúarbrögð á nafnskírteini sín, en þessi skírteini eru mjög mikilvæg í egypsku samfélagi. Þar þarf að framvísa þeim ef maður vill fá einhverja þjónustu af nokkru tagi hjá hinu opinbera, t.d. fá almenna heilbrigðisþjónustu eða einfaldlega ganga í skóla.

Þegar egypsk stjórnvöld tóku upp notkun rafrænna persónuskilríkja var ekki lengur veittur möguleiki á að skrá ekki trúarbrögð sín, heldur aðeins hægt að velja á milli hinna þriggja viðurkenndu trúarbragða í Egyptalandi skv. stjórnarskrá landsins. Islam, kristni eða gyðingdóm. Það er auðvitað ekki ásættanlegt gagnvart bahá'íum. Annars vegar væru bahá'íar að ganga á svig við eigin reglur um að víkja ekki frá sannfæringu sinni og hinsvegar að brjóta landslög í Egyptalandi þar sem refsivert er að gefa rangar upplýsingar á nafnskírteininu. Þar af leiðandi leituðu bahá'íar réttar síns gagnvart dómstólum. Sá málarekstur hefur tekið langan tíma og nú loksins er kominn endanlegur úrskurður um að yfirvöldum beri að úthluta bahá'íum eins og öðrum þegnum ríkisins nafnskírteinum og ekki sé skylt að taka fram trúarbrögð viðkomandi.

Hossam Bahgat, framkvæmdastjóri mannréttindasamtaka í Egyptalandi sem höfðu umsjón með málarekstrinum fyrir hönd bahá'íanna, segir að þessi úrskurður árétti að trúarsannfæring egypskra borgara sé einkamál viðkomandi, jafnvel þótt ríkið viðurkenni ekki viðkomandi trúarkerfi:

„This is the first time that the Supreme Administrative Court has found that any Egyptian has the right to keep their religious convictions private, even if the state does not recognize their belief system" sagði Bahgat.

Ég fagna þessu og óska egypskum bahá'íum innilega til hamingju!

Nánar má lesa um málið á fréttavef Alþjóðlega bahá'í samfélagsins.


Skondin föstusaga 2

Ég lofaði að birta skondnar föstusögur hér á blogginu. Hér er ein sem kona ein sendi mér nýverið.

Hún gerðist fyrir nokkuð löngu síðan þegar hún og maðurinn hennar voru nýorðnir bahá'íar og þau vissu lítið út á hvað fastan gengi. En þau vildu auðvitað að sjálfsögðu undirbúa sig vel og héldu að aðalatriðið væri að borða vel um morguninn, staðgóðan mat sem dygði vel svo að þau fyndu sem minnst fyrir hungrinu yfir daginn.

Þau ákváðu því að borða hrossakjöt um morguninn kl. 05:30. Ekki bara venjulegt hrossakjöt, heldur var það þar að auki reykt!  Það var og að þau fundu lítið fyrir hungri þann daginn en þeim mun meira fyrir þorsta!

Þau lærðu auðvitað af þessu og passa sig á söltum og reyktum mat eftirleiðis. Ég hef reyndar brennt mig á þessu sjálfur einu sinni. Borðaði steikta fiskibollu úr dós sem hafði ekki klárast kvöldið áður heima hjá föðurbróður mínum þegar ég var í framhaldsskóla á Akranesi. Ég varaði mig ekki á því að svona fiskibollur eru allt of saltar til að fá sér í morgunmat á föstunni og varð því að brjóta hana kl. 10:00 með vænum vatnssopa. Pinch GetLost Tounge


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband