Færsluflokkur: Ferðalög

Dagbók pílagrímsferðar - Dagur 1

Upphafsfærsla ferðadagbókar Dagur 1 - 16. mars 2008, sunnudagur 07:15: Vekjaraklukkan hringdi. Ég hafði sko lítinn áhuga á að vakna! Það hafði verði frekar kalt í herberginu þrátt fyrir að lofthitunartækið fyrir ofan gluggann okkar hefði verið í gangi og...

Dagbók pílagrímsferðar - komið til Haifa

Upphafsfærsla ferðadagbókar Á leiðinni - 15. mars 2008, laugardagur „Vá, þetta eru há fjöll!" sagði Erin og leit á skjáinn í sætisbakinu fyrir fram sig og skoðaði landakortið sem þar var og litlu flugvélina sem þá stundina markaði staðsetningu...

Dagbók pílagrímsferðar

Inngangur Hér á eftir fer dagbók pílagrímsferðar minnar og eiginkonu minnar, Erin Mae Kinghorn, til Bahá’í helgistaðanna í Haifa og ‘Akká , Ísrael í mars árið 2008. Ég birti hana hér á blogginu mínu ásamt myndum fólki til fróðleiks og...

Ótrúlegar myndir frá Afganistan

Ég var að vafra um á facebook og rakst á nokkrar myndir frá Sam Karvonen sem ég hef áður bloggað um ( sjá hér ). Allir geta skoðað þessar myndir sem tengjast hópnum "The Afghanistan Society" á facebook. Hér eru sýnishorn: Þessi er alveg ótrúleg: Og þessi...

Bloggfrí, ráðstefna og fleira

Nú hefur maður aldeilis tekið sér gott bloggfrí. Það sem gerðist helst hjá okkur í desember er að tengdaforeldrar okkar komu í heimsókn frá Finnlandi. Þetta var í fyrsta skipti í um fjögur ár held ég sem þau bæði hafa komið. Mamma Erinar kom hingað þó í...

Margar heimsreisur fyrir heilar 20 krónur!!

Lol! Þau komust yfir heilar 20 krónur og lifðu hátt á dvölinni: „Alls komst parið yfir jafnvirði á annars tugs íslenskra króna með þessum hætti. “ segir í fréttinni. Kannski þetta verði leiðrétt

Kistufell

Fellið þarna í baksýn heitir Kistufell. Mér finnst það æðislegt! Það minnir mig á heimahagana fyrir norðan. Alltaf þegar ég kem að Bahá'í setrinu að Kistufelli og horfi út um bakgluggann í stofunni í átt að fjallinu verð ég veikur og finnst það vera...

Að vera sendur til Coventry

Að vera sendur til Coventry („to be sent to Coventry“) er orðatiltæki á Bretlandi sem þýðir að vera útskúfaður og lítils virtur. Ekki er alveg ljóst af hverju þetta orðatiltæki stafar, skv. yfirborðslegu gúgli mínu þar um. En hvað um það....

Pílagrímsferð á næsta leiti

Í mars munum við Erin fara í bahá'í pílagrímsferð til Haifa í Ísrael. Við hlökkum auðvitað mjög til en þetta verður í fyrsta skipti sem Erin kemur til Ísrael. Ég hef tvisvar áður farið í pílagrímsferð. Með mömmu og pabba sem barn (8 ára), meðan ég...

Orlofsferðin

Þetta er búið að vera ágætis blogghlé. Það hefur verið mikið að gera undanfarið og svo veiktist ég með streptóhálsbólgu og tilheyrandi. Ég var hinsvegar að setja inn myndir loksins frá ferð okkar í orlofshús í Þjórsárdal í september. Við áttum þar...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband